Bátar á svæði A með mestan afla

Meðalafli í róðri hef­ur aldrei verið meiri en á nýliðinni vertíð strand­veiða, en hann var 623 kg. Á síðasta ári var hann 614 kg og hef­ur því auk­ist um 1,5% á milli vertíða. Bátar á svæði A, sem nær frá Snæfellsnesi til Ísafjarðardjúps, voru að venju með mestan meðalafla í róðri, eða 667 kg. Næst komu bát­ar sem voru á svæði C með 650 kg, þá svæði B með 574 kg og svæði D rak loks lest­ina með 565 kg. Þetta kemur fram á vef Landssambands veiðifélaga.

smari@bb.is

DEILA