Áfram lítið atvinnuleysi

Skráð at­vinnu­leysi í sein­asta mánuði var nán­ast hið sama og í júlí eða 1,9% og jókst aðeins um 0,1 pró­sentu­stig milli mánaða skv. nýbirtri skýrslu Vinnu­mála­stofn­un­ar. Í sama mánuði í fyrra mæld­ist 2% at­vinnu­leysi á vinnu­markaði. Sér­fræðing­ar Vinnu­mála­stofn­un­ar gera ráð fyr­ir að at­vinnu­leysi í sept­em­ber­mánuði verði á bil­inu 1,7- 1,9% í sept­em­ber.

Að jafnaði voru 3.519 at­vinnu­laus­ir ein­stak­ling­ar á skrá í ág­úst. Af þeim hafa 847 verið án at­vinnu í meira en 12 mánuði og hef­ur þeim fækkað um 126 frá sama mánuði í fyrra þegar þeir voru 973.

smari@bb.is

DEILA