Skráð atvinnuleysi í seinasta mánuði var nánast hið sama og í júlí eða 1,9% og jókst aðeins um 0,1 prósentustig milli mánaða skv. nýbirtri skýrslu Vinnumálastofnunar. Í sama mánuði í fyrra mældist 2% atvinnuleysi á vinnumarkaði. Sérfræðingar Vinnumálastofnunar gera ráð fyrir að atvinnuleysi í septembermánuði verði á bilinu 1,7- 1,9% í september.
Að jafnaði voru 3.519 atvinnulausir einstaklingar á skrá í ágúst. Af þeim hafa 847 verið án atvinnu í meira en 12 mánuði og hefur þeim fækkað um 126 frá sama mánuði í fyrra þegar þeir voru 973.
smari@bb.is