Að draga Ómar Ragnarsson organdi ofan úr vinnuvélum

Eiríkur Örn Norðdahl flutti ávarp á íbúafundur Fjórðungssambands Vestfirðinga í gær og má segja að góður rómur hafi verið gerður að. Á kjarnyrtu og ljóðrænu máli kom Eiríkur því til skila að á Vestfjörðum byggi fólks sem væri umhugað um náttúruna enda vildi „enginn skíta í deigið“, engu að síður værum við fólk í byggð og yrðum að fá að hegða okkur sem slík.

„Og það er hvorki sátt né samlyndi í því fólgið að skilgreina heimkynni fólks sem friðland sem það megi ekki snerta, sem það megi ekki hafa lifibrauð sitt af – að byggðin verði að víkja fyrir óbyggðunum, því réttur óbyggðanna sé meiri. Það er ekki ballans. Það er ofbeldi.“

Hlusta má á Eirík flytja ræðu sína í myndbandinu með fréttinni en Eiríkur hefur birt ræðuna í heild sinni á heimsíðunni Fjallabaksleiðin.

DEILA