Í sólinni í gær var unnið við að tyrfa þak á nýju sumarhúsi sem er í byggingu í Dagverðardal en telja má til tíðinda ef hús eru byggð hér á norðanverðum Vestfjörðum. Sumarhúsið er tæpir 90 fm og er í eigu ungra hjóna sem búsett eru í Reykjavík en eiga ættir sínar að rekja til Ísafjarðar. Í Dagverðardal eru skipulagðar lóðir fyrir sumarhús og þar er ekki snjóflóðahætta svo búast má við þar rísi skemmtileg byggð.

bryndis@bb.is

DEILA