Styttist í skýrslu um stefnumótun í fiskeldi

Sjókvíar í Fossfirði, einum innfjarða Arnarfjarðar.

Starfshópur um stefnumótun í fiskeldi átti að skila af skýrslu um miðjan mánuðinn og hafði 15. ágúst verið nefndur í því sambandi. Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi atvinnuvegaráðuneytisins, segir skýrslunnar sé að vænta á allra næsta dögum. Að sögn Þóris verður skýrslunni skilað til sjávarútvegsráðherra sem væntanlega kynnir hana fyrir ríkisstjórn áður en hún verður gerð opinber.

Starfshópurinn var skipaður í desember á síðasta ári, í tíð Gunnars Braga Sveinssonar í sjávarútvegsráðuneytinu.

Í tilkynningu ráðuneytisins á þeim tíma kom fram að fisk­eldi sé ört vax­andi at­vinnu­grein og mik­il­vægt sé að skil­yrði og um­gjörð um grein­ina séu eins og best verður á kosið og í sem mestri sátt við um­hverfið.

Bent er á að stefnu­mót­un sé nú sér­stak­lega brýn vegna hins hraða vaxt­ar grein­ar­inn­ar. Í henni þurfi m.a. að horfa til stjórn­sýslu og rann­sókna, al­mennra starfs­skil­yrða grein­ar­inn­ar, um­hverf­is­mála, hættu á erfðablönd­un við villta stofna, sjúk­dóma og sníkju­dýra,  mennt­un­ar­mála, gjald­töku, markaðsmá­la og efna­hags­legr­ar þýðing­ar fyr­ir þjóðarbúið. Verður þetta skoðað bæði út frá eldi í sjó og á landi.

Starfs­hóp­ur um stefnu­mót­un í fisk­eldi

  • Bald­ur P. Erl­ings­son formaður, skipaður af at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyti
  • Sig­ur­björg Sæ­munds­dótt­ir, til­nefnd af um­hverf­is- og auðlindaráðuneyti
  • Guðmund­ur Gísla­son, til­nefnd­ur af Lands­sam­bandi fisk­eld­is­stöðva
  • Kjart­an Ólafs­son, til­nefnd­ur af Lands­sam­bandi fisk­eld­is­stöðva
  • Óðinn Sigþórs­son, til­nefnd­ur af Lands­sam­bandi veiðifé­laga
  • Bryn­dís Björns­dótt­ir, til­nefnd af at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyti

smari@bb.is

DEILA