Stórtíðindi á Íslandsmeistaramóti í Kubbi

Íslandsmeistarar í kubbi 2017

Það var líf og fjör á flötinni við Hafnarstræti á Flateyri á sunnudaginn en þar fór fram „Íslandsmeistaramóti í kubbi 2017“. Það voru 23 lið sem öttu þar kappi og greinilegt að liðin komu betur undirbúin en í fyrra því liðið Hafberg sem hampaði meistaratitlinum 2016 komst ekki einu sinni í úrslit.

Það voru Reykjavíkurdætur sem komu, sáu og sigruðu og hlutu að launum gullfallegan og viðeigandi bikar sem hannaður var af Hönnu Jónsdóttir.  Í lýsingu Huldars Breiðfjörð mótshaldara segir að „liðið sé verðugur meistari með glæsilega spilamennsku og hafi sigrað með fallegu regnbogakasti í lokin, en það sé svar kubbsins við hjólhestaspyrnu í knattspyrnu“. Lið Reykjavíkurdætra skipar parið Emelía Eiríksdóttir og Guðlaug Jónsdóttir og dætur Guðlaugar.

Huldar sem er aðalmaðurinn í þessum nýja viðburði í viðburðaflóru Vestfjarða segir mótið komið til að vera.

bryndis@bb.is

DEILA