Stórafmæli ungmennafélagsins Geisla

Súðavíkurhreppur verður neyddur til sameiningar verði tillögurnar að veruleika. Mynd: Mats Wibe Lund.

Ungmennafélagið Geisli í Súðavík á fertugsafmæli um þessar mundir og haldin verður afmælisveisla af því tilefni samhliða gönguhátíð í Súðavík um verslunarmannahelgina. Afmælisdagskráin verður á laugardag, 5. ágúst,  kl. 14 í Samkomuhúsi Súðavíkur. Þar verður risastór afmæliskaka í boði og kaffi og gos fyrir alla. Fyrsti formaður Geisla, Egill Heiðar Gíslason, mun fara yfir vel valin brot úr sögu félagsins. Þjálfari Geisla, Halldór Jónbjörnsson, mun segja nokkur orð og formaður Geisla, Birgir Ragnarsson, mun afhenda viðurkenningar og peningastyrk í tilefni afmælisins. Eftir ræðuhöld þá verður slegið upp dansleik fyrir börnin, þar sem hinir eldri eru líka hvattir til að sýna hvað í þeim býr. Um kvöldið verður svo dansleikur í Samkomuhúsinu kl. 22, með karaoke og fjölbreyttri tónlist að því loknu þar sem ballgestir fagna afmælinu inn í nóttina. Félagar í Geisla munu grilla pylsur utan við Samkomuhúsið eftir miðnætti til að tryggja að enginn fari svangur út í nóttina.

DEILA