Síðdegisskúrir

Það er bjartur og fallegur dagur hér á norðanverðum Vestfjörðum og líkur á því að það haldi út vikuna, það er þó reiknað með síðdegisskúrum svo það gengur ekki að mála þakið eða gluggana.

Á landinu öllu verður hæg breytileg átt næsta sólarhringinn. Skýjað með köflum og víða síðdegisskúrir, en fer að rigna SA-til seinni partinn. Austan 3-10 m/s og víða skúrir á morgun, en sums staðar rigning syðst og austast. Hiti 9 til 16 stig að deginum, hlýjast inn til landsins.

smari@bb.is

DEILA