Safna fyrir efnalítil börn

Mynd: Hjálparstarf kirkjunnar.

Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar hef­ur hafið fjár­söfn­un til stuðnings við efna­litl­ar fjöl­skyld­ur í upp­hafi skóla­árs. Skólataska, vetr­arfatnaður, skór og stíg­vél, allt kost­ar þetta pen­inga svo ekki sé minnst á út­gjöld  vegna íþrótta- og tóm­stund­a­starfs sem falla til á haust­in sem og kostnað vegna náms­gagna þar sem greiða þarf fyr­ir þau, seg­ir í til­kynn­ingu frá Hjálp­ar­starfi kirkj­unn­ar.

„For­eldr­ar grunn­skóla­barna sem búa við kröpp kjör leita um þess­ar mund­ir stuðnings hjá Hjálp­ar­starf­inu til að geta út­búið börn­in í skól­ann. Í fyrra­haust fengu for­eldr­ar um 200 barna aðstoð hjá okk­ur og við bú­umst við svipuðum fjölda um­sókna um stuðning nú.

Efna­leysi á ekki að hindra börn í námi eða í íþrótta- og frí­stund­a­starfi með jafn­öldr­um sín­um.  Öll börn eiga að geta hlakkað til að byrja í skóla!“ seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ingu frá Hjálp­ar­starfi kirkj­unn­ar.

Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar hef­ur stofnað val­greiðslu­kröfu með skýr­ing­unni Styrk­ur í heima­banka lands­manna að upp­hæð 2.600 krón­ur en einnig er hægt að senda sms í síma­núm­erið 1900 með text­an­um Styrk­ur og þá gjald­fær­ast 1.300 krón­ur af næsta sím­reikn­ingi, seg­ir í til­kynn­ingu.

smari@bb.is

DEILA