Stein Ove Tveiten tekur við framkvæmdastjórastöðu Arctic Fish á næstu vikum. Sigurður Pétursson, sem hefur verið framkvæmdastjóri Arctic Fish frá stofnun, mun starfa áfram hjá fyrirtækinu og einbeita sér að viðskiptaþróun og leyfismálum. Stein Ove hefur í sjö ár verið framkvæmdastjóri Norway Royal Salmon Feøy, en Norway Royal Salmon er stærsti eigandi Arctic Fish. Stein Ove er tæplega fertugur, giftur og á tvö börn, hann er menntaður í fiskeldis- og fyrirtækjastjórnun og hefur yfir 15 ára reynslu í fiskeldi. Í tilkynningu segir að það sé góð viðurkenning fyrir starfsemi Arctic Fish að fá til liðs við fyrirtækið stjórnanda með eins víðtæka reynslu og hann hefur til þess að leiða uppbyggingu á eldisstarfsemi Arctic Fish.
Stein Ove mun vera staðsettur á Ísafirði en á næstu misserum mun hann einnig fylgja því eftir að koma nýjum manni í hans í fyrra starf í Noregi.
smari@bb.is