Námsgögn verða ókeypis í Bolungarvík

Grunnskóli Bolungarvíkur.

 

Við upphaf haustannar 2017 í Grunnskóla Bolungarvíkur verður nemdendum útveguð öll námsgögn sem til þarf skólagönguna. Þessi ákvörðun var tók sveitastjórn Bolungarvíkur við gerð fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2017.

Með ókeypis námsgögnum er verið að koma í veg fyrir mismunun barna og styðja við að öll börn njóti jafnræðis í námi og gerir sveitarfélagið að betri kosti fyrir fjölskyldur hvað varðar búsetu enda er það stefna sveitarfélagsins að búa vel að íbúum sínum og bjóða upp á besta mögulega þjónustu sem hægt er.

Námsgögn hafa verið í ókeypis í Ísafjarðarbæ um árabil og á síðustu misserum hafa fleiri sveitarfélög bæst í hópinn og enn fleiri bætast við á næsta ári.

DEILA