Minnsta atvinnuleysi frá því 2003

Atvinnuleysi hefur ekki verið minna en nú frá því Hagstofa Íslands hóf samfelldar mælingar á atvinnuleysi í vinnumarkaðsrannsóknum sínum árið 2003. Eitt prósent vinnuafls var án vinnu í mánuðinum. 2.100 voru án vinnu og í atvinnuleit í júlí. Það er 2.000 manns færra en á sama mánuði í fyrra, þegar atvinnuleysið mældist tvö prósent.

Þegar búið er að taka mið af árstíðabundnum sveiflum mælist atvinnuleysi 1,8 prósent. Það er samt lækkun frá árstíðaleiðrétti atvinnuleysismælingu frá í júní þegar 2,5 prósent voru án vinnu og í atvinnuleit.

Atvinnuþátttaka dróst saman um 2,5 prósentustig milli ára en starfandi fólki fjölgaði þó um 1.900 manns. 40.400 standa utan vinnumarkaðar, það er 6.900 fleiri en í júlí í fyrra.

smari@bb.is

DEILA