Matthías í liði mánaðarins

Matthías Vilhjálmsson. Mynd: Ole Martin Wold

Ísfirski knattspyrnumaðurinn Matth­ías Vil­hjálms­son er í liði mánaðar­ins í norsku úrvalsdeildinni í knatt­spyrnu sam­kvæmt whoscor­ed.com. Landi hans, Björn Bergmann Sigurðsson, er einnig í liðinu.

Matth­ías skoraði í öll­um þrem­ur deild­ar­leikj­um Rosen­borg í júlí, ásamt því að gefa eina stoðsend­ingu. Matth­ías var með 7.8 í meðal­ein­kunn fyr­ir leik­ina þrjá, en hann er marka­hæst­ur í liði Rosen­borg á leiktíðinni með sjö mörk.

Björn Berg­mann fékk 8,0 í meðal­ein­kunn fyr­ir frammistöðu sína með Molde í júlí. Hann skoraði tvö mörk í þrem­ur leikj­um og var tvisvar val­inn maður leiks­ins hjá vefsíðunni. Björn hef­ur farið á kost­um í deild­inni í sum­ar og skoraði tíu mörk.

DEILA