Lætur af störfum um mánaðamótin

Sigríður Elsa Kjartansdóttir.

Sigríður Elsa Kjartansdóttir, dómari við Héraðsdóm Vestfjarða, lætur af störfum um mánaðamótin og hefur störf við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 1. september. Staðan á Ísafirði hefur ekki verið auglýst laus til umsóknar en Sigríður Elsa segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem hún hefur fengið verður það gert fljótlega. Hún mun sinna afmörkuðum verkefnum fyrir Héraðsdóm Vestfjarða samhliða störfum sínum við Héraðsdóm Reykjavíkur þangað til nýr dómari verður ráðinn.

smari@bb.is

DEILA