Hefð mun vera komin á að halda Íslandsmeistaramót í kubbi á verslunarmannahelginni á Flateyri og verður það haldið á sunnudaginn kl. 14:00. Að sögn keppnishaldara munu vegleg verðlaun vera í boði og dómari að þessu sinni er Tryggvi Jónsson.

Spilað verður í þriggja manna liðum og fer mótið fram á flötinni við Hafnarstræti, fyrir framan Vagninn. Skráningu þarf að senda fyrir kl. 18:00 laugardaginn 5. ágúst á netfangið semsagt@gmail.com.

Að móti loknu munu Hálfdán Pedersen og Freyr Frostason stjórna flugeldasýningu og er themað er að þessu sinni „Aldingarðurinn Eden, forboðnir ávextir“

Meðfylgjandi myndir voru teknar á mótinu í fyrra sem var fjölmennt og skemmtilegt.

This slideshow requires JavaScript.

bryndis@bb.is

DEILA