Í vikunni kom skemmtiferðaskipið Seven Seas Explorer sem fullyrt er að sé flottasta skemmtiferðaskip í heimi. Þetta þótti tilefni til veisluhalda og skiptust hafnarstjóri og skipstjóri á gjöfum í tilefni komunnar. SS Explorer er ákaflega glæsilegt skip og að sögn hafnarstjórans prýða veggi skipsins að minnsta kosti þrjú Picasso málverk auk þess sem gólfið í bókasafninu er leðurklætt svo ekki heyrist skóhljóð.
Fjallað er um skipið á visi.is og þar kemur fram að stærstur hluti farþeganna sé frá Bandaríkjunum.