Fjölgun á norðanverðum Vestfjörðum

Svo virðist sem viðsnúningur sé að verða á mannfjöldaþróun á Vestfjörðum og tölur Hagstofunnar sýna að íbúum á norðanverðum Vestfjörðum hefur fjölgað um 1,16% frá 31. maí 2016 til 31. maí 2017 eða um 80 einstaklinga, á sama tíma í fyrra hafði verið fækkun um 0,32% eða um 30 einstaklinga.

Í prósentum talið fjölgar mest í Bolungarvík eða 3,3% eða um 30 manns en á Ísafirði fjölgar um 1,67% eða um 60 manns. Súðavíkurhreppur stendur í stað en í fyrra var fækkun um 2,63%,

Ef teknir eru saman Reykhólahreppur, Kaldrananeshreppur, Árneshreppur og Strandabyggð er fækkun um 20, á sama tíma í fyrra fækkaði líka um 20. Í Kaldrananeshreppi er fjölgun en fækkun í Árneshreppi og Strandabyggð.

bryndis@bb.is

 

DEILA