Hin árlega Sandkastalakeppni á Holtssandi var á sínum stað um Verslunarmannahelgina og var vel mætt. Allskonar fígúrur risu upp úr sandinum og börn á öllum aldri skemmtu sér hið besta. Metnaðurinn er gríðarlegur en eins gott að festa afrekin á filmu því náttúran kemur öllum listaverkunum fyrir kattarnef.
bryndis@bb.is