Breyta skipulaginu áður en ákvörðun liggur fyrir

Teigsskógur í Þorskafirði.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur ekki myndað sér ákveðna skoðun á því hvort best sé að nýr vegur í Gufudalssveit liggi um Teigsskóg líkt og Vegagerðin sækist eftir. Í áliti Skipulagsstofnunar á umhverfismati Vegagerðarinnar fyrir nýjan Vestfjarðaveg í Gufudalssveit er mælt með að vegurinn liggi í jarðgöngum undir Hjallaháls í stað þess að leggja nýjan veg um Teigsskóg. Áður en Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi fyrir veglagningunni hjá Reykhólahreppi  þarf að breyta aðalskipulagi. Vilberg Þráinsson, oddviti Reykhólahrepps, segir í samtali við blaðamann mbl.is að sveitarstjórnin hafi ekki myndað sér skoðun á hvaða veglína verði fyrir valinu, það gerist ekki fyrr en aðalskipulaginu verði breytt.

„Við erum búin að vera að safna að okk­ur upp­lýs­ing­um síðustu mánuði og erum að tala við alla aðila sem koma að þessu máli. Við höf­um ráðið mann sem held­ur utan um þess­ar upp­lýs­ing­ar. Við reyn­um að vinna þetta eins vel og við get­um svo við get­um rök­stutt þá ákvörðun sem við tök­um,“ segir Vilberg.

smari@bb.is

DEILA