Myndlistarkonurnar Rannveig Jónsdóttir og Sigrún Gyða Sveinsdóttir opna sýningu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun, fimmtudag. Sýningin nefnist Botnlaus grundvöllur. Þær stunduðu báðar myndlistarnám við Listaháskóla Íslands og útskrifuðust nú í vor. Botnlaus grundvöllur er þeirra fyrsta opinbera sýning eftir útskrift. Í sumar störfuðu þær að list sinni í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi sem listamannadúóið DJ VHS (video-hljóð-skúlptúr) en verk þeirra eru flest á mörkum myndbandslistar, hljóðverka og rýmistengdra verka.
Opnunin á morgun er kl. 16.