Bláberjadagar í Súðavík

Frá bláberjadögum 2013

Ein af síðustu bæjarhátíðum sumarsins, Bláberjadagar í Súðavík, fer fram um næstu helgi. Dagskráin hefst á föstudaginn með ærsladiskói á nýjum ærslabelg sveitarfélagsins á skólalóð Súðavíkurskóla kl. 16:00. Tælenska matarveislan kemur svo í kjölfarið á Jóni Indíafara en aðalnúmer hátíðarinnar, föstudagstónleikarnir í Samkomuhúsinu, hefjast kl. 19:00 og standa til miðnættis.

Dagskráin heldur áfram allan laugardaginn og á sunnudaginn og endar með bláberjamessu í Súðavíkurkirkju kl. 17:00  á sunnudag.

Hér eru nokkrar myndir úr safni bb.is frá fyrri bláberjadögum

This slideshow requires JavaScript.

bryndis@bb.is

DEILA