Lögreglan á Vestfjörðum hefur eflt umferðareftirlit í umdæminu öllu með hliðsjón af aukinni umferð. Allt er þetta gert í þágu umferðaröryggis og eru ökumenn hvattir til að fara að lögum enda er það farsælast og öruggast.
Átján ökumenn voru kærðir í gær fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Flestir þessara ökumanna voru stöðvaðir í Ísafjarðardjúpi en einnig í Strandasýslu. Einn þessara ökumanna var kærður í tvígang fyrir hraðakstursbrot í Djúpinu.
smari@bb.is