Vatnslaust víða á Ísafirði

Óhapp varð þegar verktaki við varnargarða undir Gleiðarhjalla gerði gat á vatnsleiðslu við Hjallaveg með þeim afleiðingum að vatnstruflanir eða vatnsleysi er nú í Hnífsdal, Tunguskógi og víðar. Óljóst er hversu langan tíma viðgerðin tekur, en vatnsleysið gæti hæglega varað fram á kvöld.​

bryndis@bb.is

DEILA