Væta framundan

Spáð er fremur hægri vestlægri átt í dag og súld eða rigning, en skúrir seinnipartinn. Miklar dembur gætu fallið á Norðausturlandi, og þeim kunna jafnvel að fylgja þrumuveður með hagléli.

Á morgun verður suðlæg átt 5-15 á morgun, hvassast á Suðvesturhorninu, en hægari undir kvöld. Víðast rigning, þó síst Norðaustanlands.

Hiti 10 til 20 stig yfir daginn, hlýjast á Austurlandi. Framundan er síðan lægðagangur með suðlægum áttum og fremur vætusömu veðri.

DEILA