Þriðji tapleikurinn í röð

Frá leik Vestra fyrr í sumar. Mynd úr safni.

Eftir leiki helgarinnar í 2. umferð Íslandsmótsins er Vestri í 7. sæti deildarinnar en liðið tapaði fyrir Aftureldingu í Mosfellsbæ á laugardag. Eina mark leiksins kom eftir hornspyrnu á 10. mínútu og var Einar Marteinsson markaskorarinn. Aftureldingu var spáð toppsæti deildarinnar en liðið hefur spilað undir væntingum það sem af er deild. Það er ljóst að leikmenn Vestra þurfa að bíta í skjaldarrendur ætli þeir sér að berjast um sæti í 1. deild á næsta ári en liðið hefur tapað þremur leikjum í röð. Baráttan heldur áfram strax á morgun þegar Vestri og Magni mætast á Torfnesvelli en Magni er í efsta sæti deildarinnar.

DEILA