Slys í Vestfjarðargöngum – uppfært

Upp úr klukkan þrjú í dag barst tilkynning um umferðarslys í Vestfjarðagöngunum, í Súgandafjarðarleggnum. Tvær bifreiðar rákust saman. Lögregla, slökkvilið og sjúkraflutningamenn eru á vettvangi. Fimm manns hafa verið fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði. Ekki taldir lífshættulega slasaðir. Búast má við að göngin verði lokuð næsta klukkutímann meðan viðbragðsaðilar eru að vinna á vettvangi.

17:27 uppfært

Göngin hafa verið opnuð fyrir umferð

bryndis@bb.is

DEILA