Sælan á Suðureyri

Í gær hófst árleg Sæluhelgi á Suðureyri með opnun handverkshússins Á milli fjalla og myndlistarsýningu Gyðu og Körlu á Gallerí A22 en í gærkvöldi hittust börn á öllum aldri á gamla leikvellinum. Að sögn Ævars Einarssonar forsprakka Sæluhelgarinnar var vel mætt á leikvöllinn, vel yfir hálft hundraðið og skemmtu allir sér vel enda brast á með sól og til að toppa kvöldið mætti ísbíllinn á svæðið. Ævar segir talsverðan slæðing af fólki sé þegar mætt í þorpið en von sé á fleirum í dag.

Sæluhelgin hefur nú fengið sitt eigið lag sem Sveinbjörn Jónsson samdi og er flutt af honum, Vigni Bergman og Magnúsi Kjartanssyni

Dagskrá Sæluhelgar 6.til 9. júlí 2017.

Appelsínugult þema.

Fimmtudagur 6. júlí:
13.00   Handverkshúsið Á Milli Fjalla opnar.
14.00   Myndlistarsýning Gyðu og Körlu á A 22.
21.00   Hittingur á Gamla leikvellinum fyrir þá sem vilja halda í barnið í sér. Farið verður í                       „Þrautakóng“ og  „Fram fram fylking“. Óvænt-atriði eftir leiki.

Föstudagur 7. júlí:
10.00   Hoppikastalar blásnir upp.
11.00   Myndlistarsýning Gyðu og Körlu á A 22.
13.00   Handverkshúsið Á Milli Fjalla opnar.
16.00   Skothólsgangan með Ragga og Ævari.
19.00   Fjölskylduhátíð í Bryggjukoti: Hátíðarsetning, kynning á Sæluhelgarlagi 2017 „Sælan“  eftir Sveinbjörn Jónsson, Sameiginlegt grill, Viðurkenning fyrir Sæluhelgarlagið og frumlegustu þema búningana. Barnaball í Tjaldinu með Stulla stuðb.
23.30   Sælu-ball í FSÚ með Stulla disco-stuðbolta og „Smölunum“ fram undir morgunsól.

Laugardagur 8. júlí:
10.00   Hoppikastalar blásnir upp.
11.00   Myndlistarsýning Gyðu og Körlu á A 22.
11.00   Frumsýning á heimildarmynd um Stein Steinsson í Félagsheimili Súfirðinga og Þorpsganga um Suðureyrarmalir undir leiðsögn Sveinbjörns Jónss.
12.00   Æfing og skránig fyrir söngvarakeppnina í Íslandssögu. Umsjón Emma 693-7664.
13.00   Handverkshúsið Á Milli Fjalla opnar.
13.00   Sæluhátíð á Freyjuvöllum og í Bryggjukoti. Markaðstorg: Kaffi-Ársól, Stefnis-pylsur, Tælands menning, Andlitsmálun fyrir börnin, Höllukökur Þóru, Valla-fiskur, Kosið verður um bestu kleinuna, Sleggjukastið, Húsmæðrafótboltinn, Skóspark, Verðlaunaafhending og Vestfjarða-víkingurinn.(básapantanir á markaðstorgi Aðalsteinn 8550278)
17.00   Skráning á Mansakeppnina.
17.30   Þrítugasta Mansaveiðikeppnin.
18.00   Kveikt verður á afmælisköku Mansakeppninnar.
18.30   Stund milli stríða.
21.00   Óvissu og Æfintýraferð unglinga 13 til 17 ára.Mæting á Sjöstjörnunni.
22.00   Sælu-Karaoke með Stulla stuðbolta í FSÚ.

Sunnudagur 9. júlí:
10.00 Hoppikastalar blásnir upp.
10.00 Fjósið í Botni opnað Sæluhelgargestum, boðið verður upp á kaffi og hjónabandssælu.
Söluborð verður á staðnum til kl. 12.00
11.00 Myndlistarsýning Gyðu og Körlu á A 22.
12.00 Fjáröflunar-skötuveisla Björgunarsveitarinnar Bjargar í Bryggjukoti. Nú á að safna fyrir nýjum björgunarbát.
13.00 Handverkshúsið Á Milli Fjalla, opnar.
14.00 Söngvarakeppnin og verðlaunaafhending.
15.00 Kynning á „Between Mountains“
15.30 „SÆLUSLÚTT“

bryndis@bb.is

DEILA