Matthías hættir ekki að skora

Ísfirski knattspyrnumaðurinn Matth­ías Vil­hjálms­son, leikmaður norska meist­araliðsins Rosen­borg, var út­nefnd­ur maður leiks­ins hjá norska blaðinu Ver­d­ens Gang þegar Rosen­borg gerði 3:2 jafn­tefli á út­velli gegn Kristiansund, 3:3 í norsku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu í gær­kvöld.

Matth­ías, sem skoraði fyrsta mark Rosen­borg og lagði upp annað mark í leikn­um, fékk 7 í ein­kunn fyr­ir frammistöðu sína.

Eftir slaka byrjun í deildinni er lið Rosenborgar komið á toppinn með 29 stig að loknum 15 umferðum.

Matth­ías hef­ur spilað vel með norsku meist­ur­un­um á tíma­bil­inu. Hann hef­ur skorað 5 mörk í deild­inni og er ann­ar marka­hæsti leikmaður Rosen­borg. Í heildina hefur Matthías skorað 12 mörk í 17 leikjum það sem af er tímabilsins og 9 mörk í síðustu 8 leikjum.

DEILA