Málþing um sögu Flateyjar 22. Júlí

Laugardaginn 22. júlí verður haldið málþing á Frystihúsloftinu í Flatey undir yfirskriftinni „Flatey – Horft um Öxl“. Á málþinginu munu níu fornleifa- og sagnfræðingar flytja erindi. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 9:00 og standa til kl. 16:30, með hádegis- og kaffihléum. Að loknum fyrirlestrum verða pallborðsumræður og er áætlað að þeim ljúki kl. 17:30. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Sunnudaginn 23. júlí er svo stefnt á vettvangskönnun um Flatey frá 9:00-12:00 þar sem kíkt verður á gamlar mannvistaleifar.

Nánar má fræðast um málþingið á heimasíðu Framfarafélags Flateyjar.

bryndis@bb.is

DEILA