Ljósleiðari í sundur

Svo virðist sem ljósleiðari Mílu hafi farið í sundur við Krossholt á Barðaströnd og hefur internetsamband verið brokkgengt frá kl. 14:00 í dag. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðu Snerpu er viðgerð hjá Mílu yfirstandandi og mun að öllum líkindum taka um 8 klukkustundir. Varaleiðin er hins vegar virk fyrir síma og almenna netumferð en IP sjónvarp er hinsvegar úti og verður það þar til viðgerð líkur.

bryndis@bb.is

DEILA