Þau eru glæsileg skemmtiferðaskipin sem núna liggja við höfn á Ísafirði. Minna skipið sem liggur við akkeri er Pinsendam með 800 farþega og það stærra er Magellan og þar munu vera 1.860 farþegar um borð. Það er Insignia sem liggur við bryggju og þar eru 824 farþegar.

Á miðvikudaginn var stórskipið Costa Magica með 3.470 farþega og lá það við akkeri, við bryggjuna var aftur á móti Star Legend með sína 208 farþega.

Um verslunarmannahelgina mun verða gestkvæmt á höfninni því þá eru áætluð 4 skip með samtals um 4.300 farþega.

bryndis@bb.is

DEILA