Kynnir matsáætlun um nýjan veg um Dynjandisheiði

Dynjandisheiði.

Vega­gerðin hef­ur kynnt drög að til­lögu að matsáætl­un vegna fyr­ir­hugaðra fram­kvæmda á Vest­fjarðar­vegi um Dynj­and­is­heiði og á Bíldu­dals­vegi frá Bíldu­dals­flug­velli að Vest­fjarðar­vegi á Dynj­and­is­heiði. Mark­mið fram­kvæmd­ar­inn­ar er að opna heils­árs­hring­veg um Vest­f­irði með því að bæta sam­göng­ur um Vest­fjarðaveg milli norðan- og sunn­an­verðra Vest­fjarða og um Bíldu­dals­veg milli Bíldu­dals og Vest­fjarðaveg­ar. Í drögunum segir að með vegabótum sem fylgja Dýrafjarðargöngum, sem til stendur að byrja á í haust, verði miklar vegabætur á Vestfjarðavegi. Þær nýtist þó ekki að fullu fyrr en lagður hefur verið heilsárvegur um Dynjandisheiði, suður frá Dýrafjarðargöngum, með tengingu við Bíldudal.

Nú­ver­andi vegur yfir Dynjandisheiði er 41,1 km lang­ur en gert er ráð fyr­ir að nýr veg­ur verði 35,4-39,2 km lang­ur, háð leiðar­vali. Nú­ver­andi Bíldu­dals­veg­ur er 29,1 km lang­ur en gert er ráð fyr­ir að nýr veg­ur verði aðeins styttri.

DEILA