Kostnaður við hvern grunn­skóla­nema 1,8 millj­ón­ir

Hag­stofa Íslands hef­ur áætlað meðal­rekstr­ar­kostnað á hvern nem­anda í öll­um grunn­skól­um sem rekn­ir eru af sveit­ar­fé­lög­um lands­ins  fyr­ir þetta ár. Sam­kvæmt út­reikn­ing­um stofn­un­ar­inn­ar er ár­leg­ur rekstr­ar­kostnaður á hvern nem­anda í grunn­skól­um, sem rekn­ir eru af sveit­ar­fé­lög­um, nú 1.840.468 krón­ur.

Í frétt á vef Hag­stof­unn­ar seg­ir að meðal­rekstr­ar­kostnaður á hvern nem­anda í grunn­skól­um árið 2015 hafi verið 1.651.002 krón­ur og er veg­in meðal­verðbreyt­ing rekstr­ar­kostnaðar frá 2015 til júlí 2017 áætluð 11,5%.

Er Hag­stof­unni gert, sam­kvæmt reglu­gerð um ákvörðun fram­laga úr sveit­ar­sjóði til sjálf­stætt rek­inna grunn­skóla, að skila frá sér út­reikn­ingi vegna kom­andi skóla­árs fyr­ir sept­em­ber ár hvert.

DEILA