Kjarasamningur lækna samþykktur

Kjarasamningur Læknafélags Íslands og ríkisins hefur verið samþykktur með 65 prósentum atkvæða. Læknablaðið greinir frá. Alls voru 926 læknar á kjörskrá og tóku 524 þátt í atkvæðagreiðslunni, eða tæp 57 prósent. Af þeim sögðu 65 prósent já, nei sögðu rúmlega 31 prósent og 3,6 prósent skiluðu auðu.

Launahækkanir samkvæmt samningi gilda frá fyrsta maí síðastliðnum. Almennir læknar fá fimm prósenta hækkun, laun sérfræðinga og yfirlækna hækka um tvö prósent og grunnlaun kandídata hækka í 470 þúsund krónur á mánuði

DEILA