Jarðskjálftahrina á Reykjanesi

„Í dag 26.7. kl. 13:55 varð skjálfti að stærð 4,0 vestan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Í morgun þann 26.7. kl. 11:40 varð skjálfti af stærð 3,9 með upptök um 3 km austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Skjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu og víðar, þar á meðal á Keflavíkurflugvelli, í Grindavík og Garði. Fjórir aðrir skjálftar yfir stærð 3 hafa mælst, þar af tveir af stærð 3,0 kl. 07:27 og kl. 07:56 og tveir af stærð 3,1 kl. 11:43 og 11:54. Margir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfar þessara skjálfta,en skjálftar í hrinunni eru orðnir yfir 100 talsins.“ Þetta eru þær upplýsingar sem liggja fyrir um skjálftahrinuna sem nú gengur yfir Reykjanesið.

Hægt er að fylgjast með jarðskjálftum á heimasíðu Veðurstofunnar.

bryndis@bb.is

 

DEILA