Flateyringar sýndu vináttu í verki með því að taka þátt í söfnun fyrir þorpið Nuugatsiaq í Grænlandi. Sá hræðilegi atburður átti sér stað þann 18. júní að þorpið Nuugatsiaq sem varð fyrir flóðbylgju, þar sem fjórir létust og 11 hús í þorpinu skemmdust og gríðarlegt tjón varð á öðrum eigum þorsbsbúa. Flestir bátar eyðilögðust en sjávarútvegur og hefðbundnar sjávarnytjar eru lífsviðurværi þorpsbúa. Talið er að íbúar Nuugatsiaq geti ekki snúið aftur í heim í allt að heilt ár eða jafnvel aldrei.
Síðustu vikur hefur landssöfnunin Vinátta í verki staðið yfir og samkvæmt nýjustu tölum hafa safnast yfir 30 milljónir kr.
Björgunarsveitin Sæbjörg á Flateyri stóð fyrir sérstakri söfnun á til að styðja við vini sína á Grænlandi. Þannig sýna þeir í verki þakklæti til Grænlendinga þar sem þeir stóðu við bakið á Flateyringum þegar snjóflóðið mannskæða féll á Flateyri í október 1995. Björgunarsveitin safnaði 520 þúsund kr. og Íris Ösp HeiðrúnardóttIr og Karl Inuk Fauschou, talsmenn Vináttu í verki, tóku við framlaginu.