Margir aðilar í ferðaþjónustu telja rekstur hennar bera skaða af orkuvinnslu og virkjanaframkvæmdum víða um landið. Þetta er niðurstaða greinar Önnu Dóru Sæþórsdóttur og Þorkels Stefánssonar í nýjasta tölublaði Tímarits um viðskipti og efnahagsmál og greint er frá í Kjarnanum.
Greinarhöfundar tóku viðtal við 65 ferðaþjónustuaðila á sex svæðum á landinu. Að mati þeirra er ferðaþjónustan sú atvinnugrein sem býður upp á mesta möguleika til framtíðar til að efla atvinnulíf í dreifbýli, en flestir þeirra hefðu séð þess glögg merki undanfarin ár. Spurt var um byggðaráhrif greinanna tveggja, en auðlindir ferðaþjónustunnar orkuvinnslu dreifast víða og hafa á undanförnum áratugum nýst til að efla byggðir landsins, samkvæmt greinarhöfundum.
Margar fyrirhugaðar virkjanir eru nálægt náttúruskoðunarstöðum, en margir viðmælendur greinarhöfunda töldu að frekari virkjanaframkvæmdir myndu rýra möguleika ferðaþjónustunnar að efla byggð í landinu. Að sögn þeirra skera orkumannvirki sig úr lítt snortinni náttúru og hafa því neikvæð áhrif á aðdráttarafl staðanna. Þannig töldu flestir svæðin verða minna áhugaverð til náttúruskoðunar ef þar yrðu reistar virkjanir.