Ferðaþjónustan beri skaða af virkjunum

Kárahnjúkastífla.

Margir aðilar í ferða­þjón­ustu telja rekstur hennar bera skaða af orku­vinnslu og virkj­ana­fram­kvæmdum víða um land­ið. Þetta er nið­ur­staða greinar Önnu Dóru Sæþórs­dóttur og Þor­kels Stef­áns­sonar í nýjasta tölu­blaði Tíma­rits um við­skipti og efna­hags­mál og greint er frá í Kjarnanum.

Grein­ar­höf­undar tóku við­tal við 65 ferða­þjón­ustu­að­ila á sex svæðum á land­in­u. Að mati þeirra er ferða­þjón­ustan sú atvinnu­grein sem býður upp á mesta mögu­leika til fram­tíðar til að efla atvinnu­líf í dreif­býli, en flestir þeirra hefðu séð þess glögg merki und­an­farin ár. Spurt var um byggð­ar­á­hrif grein­anna tveggja, en auð­lindir ferða­þjón­ust­unnar orku­vinnslu dreifast víða og hafa á und­an­förnum ára­tugum nýst til að efla byggðir lands­ins, sam­kvæmt grein­ar­höf­und­um.

Margar fyr­ir­hug­aðar virkj­anir eru nálægt nátt­úru­skoð­un­ar­stöð­um, en margir við­mæl­endur grein­ar­höf­unda töldu að frek­ari virkj­ana­fram­kvæmdir myndu rýra mögu­leika ferða­þjón­ust­unnar að efla byggð í land­inu.  Að sögn þeirra skera orku­mann­virki sig úr lítt snort­inni nátt­úru og hafa því nei­kvæð áhrif á aðdrátt­ar­afl stað­anna. Þannig töldu flestir svæðin verða minna áhuga­verð til nátt­úru­skoð­unar ef þar yrðu reistar virkj­an­ir.

DEILA