Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í júní var lögð fram tillaga um að óska eftir áhugasömum aðila til að endurbyggja bæjarhúsin í Kópnesi en þau eru afar illa farin og hætta stafar af honum, til dæmis vegna foks í vondum veðrum. Fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar að ítrekað hafi þurft að hefta hluti sem fjúka.
Bærinn fellur undir skilgreiningu Minjastofnunar um friðuð hús og mannvirki og þurfa framkvæmdir að taka mið af því. Finnist áhugasamur aðila til framkvæmdarinnar þarf viðkomandi fyrir 1. október 2017 að vera búin að ganga þannig frá byggingum að ekki sé fokhætta.
Á vef Strandabyggðar kemur fram að fyrir liggi teikningar af bæjarhúsunum frá 2005, ennfremur að farið verði í niðurrif bæjarins fyrir veturinn ef ekki enginn áhugasamur gefur sig fram.
bryndis@bb.is