Blessað barnalán á fjalirnar

Þið munið hann Jörund

Litli leikklúbburinn á Ísafirði hefur ákveðið að næst skuli Blessað barnalán á svið á Ísafirði, klúbburinn hefur því auglýst eftir áhugasömum til að taka að sér hlutverk en stykkið er afar mannfrekt. Það eru 12 hlutverk, þar af 7 konur og 5 karlar svo nú er tækifærið fyrir þá sem hafa borið með sér leikaradrauminn að láta vita af sér, það er hægt að gera á facebook eða hringja í formanninn Svövu Trausta í síma 867 9127.

Æfingar hefjast í byrjun september og frumsýning er áætluð um miðjan október, þetta er snöggt og skemmtilegt ferli og uppskeran er víðfrægur farsi sem á eftir kæta áhorfendur.

Litli leikklúbburinn var stofnaður árið 1965 og er víðfrægur fyrir metnaðarfulla leiklist. Árið 2003 setti klúbburinn upp Söngvaseið en sú uppsetningar var valin áhugaleiksýning ársins og sett á svið Þjóðleikhússins það sumarið.

bryndis@bb.is

DEILA