Árbók Ferðafélags Íslands árið 2017 er tileinkuð Ísafjarðardjúpi, frá Skálavík að Vébjarnardjúpi og höfundur hennar er dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Ferðafélag Íslands efnir nú til ferðar fyrir eldri og heldra borgara og mun langferðabifreið að sunnan hafa rennt í hlað seinnipartinn í gær með fróðleiksfúsa um sögusvið árbókarinnar.

Í gærkvöldi gengu höfundur bókarinnar og leiðsögumaður hópsins um Ísafjarðarbæ og segja sögu bæjarins sem hér á árum áður var annar fjölmennasti kaupstaður landsins og á laugardag gengur hópurinn um Óshlíðina til Bolungarvíkur.

Ferðafélag Íslands gaf út sína fyrstu árbók árið 1928. Árbókin hefur síðan komið út árlega í óslitinni röð og er einstæður bókaflokkur um land og náttúru. Hver bók fjallar venjulega um tiltekið afmarkað svæði á landinu og nær efni þeirra nú um landið allt, víða í annað eða jafnvel þriðja sinn.

bryndis@bb.is

DEILA