Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Í október í fyrra samþykkti alþingi í þingsályktun að setja á stofn nefnd til undirbúnings aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands 2018. Nefndin hefur hún hafið störf og leitar eftir þátttöku almennings í hátíðardagskránni. Lögð er áhersla á samstarfsverkefni og verkefni með nýstárlega nálgun á viðfangsefnið segir í fréttatilkynningu frá nefndinni. Þar kemur sömuleiðis fram að auglýst verði eftir verkefnum í lok ágúst og þar eru eftirfarandi línur lagðar:

  • Minnast aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands og/eða hafa skírskotun til þess þáttar í sögu þjóðarinnar.
  • Fjalla um og/eða byggja á fullveldishugtakinu, hvort heldur er í fortíð, nútíð eða framtíð.
  • Hvetja til samstarfs.
  • Samstarf getur verið þvert á greinar, milli landsvæða, aldurshópa, þjóðfélagshópa, landa, ólíkra stofnana og félagasamtaka.
  • Höfða til barna og ungs fólks og eru til þess fallin að auka þekkingu og innsýn þeirra í söguna, samfélagið og fullveldishugtakið.
  • Höfða til fjölbreytts hóps fólks og hvetja til almennrar þátttöku.
  • Draga fram áhugaverða samlíkingu milli fortíðar og nútíðar í sögu lands og þjóðar, s.s. í menntun, heilbrigðismálum, náttúru, umhverfismálum, vísindum, stjórnmálum, atvinnuþróun, samgöngum og í daglegu lífi fólks.
  • Hafa nýstárlega nálgun á þjóðararfinn og/eða á viðfangsefnið.
  • Eru til þess fallin að vekja athygli á sérstöðu Íslands í samfélagi þjóðanna.

 

bryndis@bb.is

DEILA