81 milljarða halli á vöruviðskiptum

Rúmlega 81 milljarðs króna halli varð á vöruviðskiptum við útlönd á fyrri helmingi þessa árs. Vörur voru fluttar inn fyrir 325,5 milljarða króna, en út fyrir 244,4 milljarða.

Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar. Á sama tíma í fyrra voru vöruviðskiptin óhagstæð um rúma 64 milljarða króna.  Vöruviðskiptajöfnuðurinn var því tæplega 17 milljörðum króna lakari í ár en á sama tíma í fyrra.

Iðnaðarvörur voru rúmlega 55% alls útflutnings. Sjávarafurðir voru 38% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra tæplega 22%  minna en á sama tíma í fyrra. Mestur samdráttur var í útflutningi á ferskum fiski og frystum flökum. Þess má geta að sjómenn voru í rúmlega tveggja mánaða verkfalli í byrjun árs.

DEILA