Vilja sérhæfðar sjúkraþyrlur til landsins

Sjúkraþyrla í Noregi.

Íslendingar ættu að nota sérstakar sjúkraþyrlur með sérmenntaðri áhöfn til að flytja bráðveika og slasaða sjúklinga á Landspítalann. Þetta er niðurstaða opinbers sérfræðingahóps sem vill gera tilraun með að nota slíka þyrlu á Suður- og Vesturlandi. Skýrsla hópsins var gerð opinber í morgun. Hópurinn leggur til að sér­stakri sjúkraþyrlu verði komið á fót á Suður- og Vest­ur­landi til reynslu í eitt til tvö ár áður en framtíðarfyr­ir­komu­lag sjúkra­flutn­inga verður ákveðið.  Áætlað er að verk­efni fyr­ir þyrlu á Suður- og Vest­ur­landi séu í kring­um 300 til 600 á ári. Á Norður­lönd­un­um nem­ur kostnaður við rekst­ur sjúkraþyrlu um 650 millj­ón­um króna á ári og er ætlað að kostnaður­inn verði svipaður hér á landi.

Þyrlurnar yrðu mannaðar lækni og bráðatækni eða hjúkrunarfræðingi, auk flugmanns. Áhöfnin væri alltaf á vakt, en ekki á bakvakt eins og hjá Landhelgisgæslunni, og því myndi viðbragðstími styttast.

Sjúkraþyrlurn­ar eru ódýr­ari bæði í inn­kaup­um og rekstri en björg­un­arþyrl­ur en björg­un­arþyrl­ur geta aft­ur á móti flogið við fleiri skil­yrði. Smærri þyrl­ur, sér­stak­lega inn­réttaðar, mannaðar og rekn­ar til sjúkra­flutn­inga gætu sinnt stærst­um hluta þeirra sjúkra­flutn­inga sem Land­helg­is­gæsl­an sinn­ir í dag.

Þá dug­ir oft­ast minni áhöfn til þess að sinna þeim verk­efn­um sem sjúkraþyrl­um er ætlað. Ódýr­ari þyrl­ur og minni áhafn­ir þýða að hægt er að halda rekstr­ar­kostnaði ein­ing­ar­inn­ar niðri.

DEILA