Vestri heldur til Skagafjarðar

Pétur Bjarnason skoraði tvö mörk á Hornafirði og hefur skorað þrjú mörk í deildinni.

Vestri leikur þriðja útileikinn í röð á morgun þegar liðið mætir Tindastóli á Sauðárkróki. Vestramenn gerðu góða ferð austur á land um þar síðustu helgi og söfnuðu fjórum stigum í sarpinn. Fyrst með jafntefli við Hugin á Seyðisfirði á laugardag og á þriðjudaginn rúllaði Vestri yfir Magna á Höfn í Hornafirði. Sóknarmenn Vestra voru svo sannarlega í stuði á Höfn. Pétur Bjarnason skoraði tvívegis og þeir Gilles Ondo, Nikulás Jónsson og Hjalti Hermann Gíslason skoruðu sitt markið hver og leikurinn endaði með 5-0 sigri Vestra.

Vestri er í öðru sæti 2. deildarinnar með 13 stig og ljóst að mikil baráttar er framundan um að komast upp í 1. deild. Njarðvík er í efsta sæti deildarinnar með 14 stig og Magni er í þriðja sæti með jafn mörg stig og Vestri en lakara markahlutfall. Næsti heimaleikur Vestra er einmitt við Njarðvíkingana, en leikurinn verður um aðra helgi.

Mótherjaranum á morgun hefur gengið afleitlega það sem af er deild. Skagfirðingarnir hafa sigrað einn leik leik og sitja í 10. sæti deildarinnar.

Leikurinn hefst kl. 17.

DEILA