Veiðifélögin ánægð með gerð áhættumats

Aðalfundur Landssambands veiðifélaga lýsir ánægju með að ákveðið hafi verið að framkvæma áhættumat vegna sjókvíaeldis við Ísland. Í ályktun aðalfundar kemur fram að Ísland er fyrsta landið sem framkvæmir slíkt mat og önnur lönd hafa ákveðið að fylgja í kjölfarið. Fundurinn leggur áherslu á að ákvarðanir og stefnumótun stjórnvalda um fiskeldi byggi á vísindalegri ráðgjöf og rannsóknum.

Á það er bent í ályktun að „norskum laxeldisfyrirtækjunum hafa verið afhent verðmæt strandsvæði endurgjaldslaust til starfseminnar hér við land og vekur athygli á að í Noregi verða fyrirtækin að greiða háar fjárupphæðir fyrir útgefin starfsleyfi og nýtingu sjávar til eldisins.“

„Þetta gerist á sama tíma og allt regluverk er veikt hér á landi og eftirlitsstofnanir eru fjársveltar til að takast á við þetta risaverkefni,“ segir í ályktun aðalfundar Landssambands veiðifélaga.  

DEILA