Smábátasjómenn fá hitamæla að gjöf

Hér áður fyrr þótti það merki um mikla aflakló og góð aflabrögð að koma að landi með svo mikinn afla að menn komust ekki sjálfir um dekkið nema að vaða fisk upp að mitti. Sem betur fer hefur þetta breyst töluvert undanfarin ár enda sjómenn meðvitaðri um mikilvægi góðrar meðhöndlunar á okkar dýrmæta sjávarfangi. Frá þessu segir á heimasíðu Matís.

Landssamband smábátaeigenda (LS) og Matís hafa undanfarin ár staðið fyrir átaki þar sem smábátasjómenn eru hvattir til dáða til að fara vel með allan afla. Sérstakt verkefni, Fallegur fiskur, var sniðið utan um þetta átak en á Facebook síðu verkefnisins deila menn myndum sín á milli sem sýna mismunandi meðferð á afla. Óhætt að segja að Fallegi fiskurinn hafi vakið athygli.

Nú síðast fengu allir smábátasjómenn hitamæli að gjöf ásamt bæklingi frá LS og Matís.

DEILA