Ráðgera ljósleiðaralagningu í Dýrafirði og Önundarfirði

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar ætlar að sækja um styrk til samgönguráðuneytisins fyrir lagningu ljósleiðara frá Skeiði í Dýrafirði til Þingeyrar annars vegar og hins vegar fyrir ljósleiðara í norðanverðum Önundarfirði. Verði beiðnin samþykkt verður framlag bæjarins 4,5 milljónir kr. af 8,6 milljóna kr. heildarskostnaði. Það er Snerpa ehf. á Ísafirði sem áformar að leggja strenginn.

 

DEILA