Ekki hefur tekist að hafa uppi á manni sem stefnt hefur verið í einkaréttarmáli og sakaður er um nauðgun á Ísafirði. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Tveimur mönnum hefur verið stefnt til fullra bóta vegna málsins. Í blaðinu segir að báðir mennirnir séu af erlendum uppruna. Annar þeirra er búsettur á Íslandi og hefur hann útvegað sér lögfræðing, en hinn er eins og áður segir ófundinn. Stefna gegn honum hefur verið birt opinberlega og það þýðir að maðurinn gæti verið dæmdur til bótagreiðslu þrátt fyrir að taka ekki til varna.