Matthías skoraði þrennu

Matthías hefur verið óstöðvandi fyrir framan markið.

Ísfirski knattspyrnumaðurinn Matthías Vilhjálmsson gerði sig lítið fyrir og skoraði þrjú mörk í sigri Rosenborgar á Levanger í norsku bikarkeppninni. Rosenborg komst áfram í bikarnum með 4-2 útisigri en Levanger leikur 1. deildinni í Noregi.

Samkeppnin er mikil í liði Rosenborgar og ekki minnkaði hún þegar danski landsliðsmaðurinn Nicklas Bendtner gekk í raðir meistaranna. Matthías lætur sér fátt um finnast og er búinn að skora sex mörk í síðustu fjórum leikjum í deild og bikar.

Hér má sjá mörk Matthíasar í leiknum.

DEILA