Lýsir yfir stríði gegn skattsvikum

„Við lýsum bókstaflega yfir stríði gegn skattsvikum. Á sama tíma munum við taka höndum saman við aðila vinnumarkaðarins um aðgerðir gegn kennitöluflakki. Við erum því að hefja stórsókn gegn svikastarfsemi á öllum sviðum,“ sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra á blaðamannafundi í morgun þar sem aðgerðir gegn skattsvikum voru kynntar.

Tveir starfshópar um aðgerðir gegn skattsvikum hafa verið starfandi í ráðuneytinu, annar hefur beint sjónum að milliverðlagningu í utanríkisviðskiptum og hinn að skattundanskotum og skattsvikum.

Árlegt tekjutap ríkissjóðs vegna óeðlilegrar milliverðlagningar tengdra lögaðila getur verið á bilinu 1 til 6 milljarðar króna.

Samkvæmt nýlegum rannsóknum má ætla að skattaundanskot gætu verið á bilinu 3-5% af landsframleiðsl. Sé miðað við að umfang skattundanskota hafi verið 4% árið 2016 þá námu þau um 100 milljörðum króna.

Meðal þess sem lagt er til að er reisa skorður við notkun reiðfjár. Lagt er til að 10.000 króna seð­ill­inn verði tek­inn úr umferð strax og 5.000 króna seð­ill­inn einnig í náinni fram­tíð.

DEILA